Kynning á viðbyggingu og fyrsta skóflustunga

Næst komandi þriðjudag, 26. september kl 17:00 ætlum við að bjóða okkar félögum og velunnurum að fagna með okkur fyrstu skóflustungu viðbyggingarinnar sem mun hýsa inniæfingaaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar.

Að athöfn lokinni verður boðið upp á kaffi og köku þar sem Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdastjóri GA mun fara yfir kynningu á verkinu ásamt léttri yfirferð á verkefnum sumarsins og haustverkum.

 Vonumst við til að sjá sem flesta.