Kylfumælingar gengu vel

Birgir V. Björnsson golfkylfusmiður kom til okkar á sunnudag og mældi fjölmarga kylfinga fyrir nýjum kylfum og má segja að einróma ánægja hafi verið með það hjá þeim sem sóttu þessar mælingar. Færri komust að en vildu vegna óviðráðanlegra veðuraðstæðna en við munum reyna að fá Birgi aftur seinna í vetur og munum auglýsa það þegar nær dregur.

Við þökkum Birgi kærlega fyrir að koma norður og aðstoða okkar kylfinga við það að fá sem bestar kylfur sem henta hverjum og einum.

Ef fólk er í hugleiðingum að panta nýjar kylfur eftir þessar mælingar má hafa samband við skrifstofa@gagolf.is og fá verð í kylfur.