Kylfingur GA 2009

Andrea Ásgrímsdóttir kylfingur GA 2009.

Kylfingur GA 2009 var kjörinn Andrea Ásgrímsdóttir,

Andrea varð á árinu 2009 Íslandsmeistari kvenna 35 ára og eldri en það mót var haldið hér á Akureyri í júlí.

Andrea hefur stundað golfíþróttina frá barnsaldri og unnið marga sigra. Var meðal bestu í unglingameistaramótum fyrr á árum og unnið fjölda golfmóta í gegnum árin og hefur verið einn af máttarstólpum í gegnum árin í kvennasveit GA. Andrea hefur 6 sinnum orðið Akureyrarmeistari árin 1990,1994,1997,1999, 2000 og 2001. Nú síðustu ár hefur hún verið búsett erlendis og æft og stundað golf í Frakklandi. Andrea lauk golfkennaraprófi frá Golfkennaraskóla Íslands nú í vor.