Kylfingar GA standa sig vel

Stefán Einar
Stefán Einar

Um helgina voru þrjú mót á dagskrá hjá GSÍ, Íslandsmót unglinga, stigamót fullorðinna og fimmta mótið á áskorendamótaröðinni. GA átti þátttakendur í öllum mótunum og stóðu þeir sig allir með stakri prýði. Helst ber að nefna flottan sigur hjá Stefáni Einari Sigmundssyni á Áskorendamótaröðinni, en einnig náði Lárus Ingi 2. sæti þar og Fannar Már 3. sæti. Nánari úrslit má sjá hér:

Stigamót fullorðinna
9.-11. sæti. Örvar Samúelsson 75-74-73 - 222 högg

Íslandsmót unglinga
15-16 ára strákar:
10. sæti. Víðir Steinar Tómasson 77-76-76 - 229 högg
11. sæti. Tumi Hrafn Kúld 79-78-73 - 230 högg

17-18 ára stelpur:
7. sæti. Stefanía Elsa Jónsdóttir 90-88-89 - 267 högg

17-18 ára strákar:
5. sæti. Ævarr Freyr Birgisson 78-73-79 - 230 högg
6.sæti. Eyþór Hrafnar Ketilsson 81-78-74 - 233 högg
26. sæti. Óskar Jóel Jónsson 85-88-86 - 259 högg

Áskorendamótaröðin
14 ára og yngri strákar:
2. sæti. Lárus Ingi Antonsson 79-86 - 165

15-16 ára strákar:
1. sæti. Stefán Einar Sigmundsson 79-79 - 158
3. sæti. Fannar Már Jóhannsson 82-79 - 161
4. sæti. Kjartan Atli Ísleifsson 77-86 - 163
6. sæti. Jón Heiðar Sigurðsson 88-79 - 167
8. sæti. Aðalsteinn Leifsson 76-92 - 168
25. sæti. Viktor Ingi Finnsson 89-94 - 183
26. sæti. Sævar Helgi Víðisson 94-93 - 187
 

Flottur árangur hjá fólkinu okkar og greinilegt er að allir þessir kylfingar eiga framtíðina fyrir sér.