Kylfingar GA byrja vel á Íslandsmótinu í höggleik

Fimmtudaginn síðastliðinn fór af stað Íslandsmótið í höggleik á glæsilegum Grafarholltsvelli í Reykjavík. Metskráning var í mótið og komust færri að en vildu en eru átta kylfingar þar að spila fyrir hönd GA. Þegar tveim hringjum hefur verið lokið stendur okkar fólk vel og komust allir í gegnum niðurskurðinn nema einn kylfingur.

Hér að neðan má sjá hvernig allir GA kylfingar standa og minnum við fólk á að sýnt er frá mótinu á RÚV í beinni í dag og á morgun

Andrea Ýr: 80-81 (missti niðurskurð og endaði í 24. sæti)

Amanda Guðrún: 76-80 l stendur í 17.sæti

Stefanía Kristín: 76-78 l stendur í 13. sæti

Víðir Steinar: 80-73 l stendur í 66,sæti

Eyþór Hrafnar : 76-78 l stendur í 56. sæti

Örvar Samúels: 80-73 l stendur í 52. sæti

Tumi Hrafn: 75-75 l stendur í 33. sæti

Lárus Ingi: 73-77 l stendur í 33 sæti