Kvennasveit GA sigrar 2. deild kvenna

Stefanía stýrði sveitinni til sigurs
Stefanía stýrði sveitinni til sigurs

Líkt og komið hefur fram í fyrri fréttum spiluðu kvenna sveit GA í 2. deild í Íslandsmóti Golfklúbba á Vatnsleysuströnd um helgina. Okkar konur voru greinilega að finna sig þar því þær gerðu sér lítið fyrir og unnu aðra deildina og tryggðu sér því sæti í efstu deild að ári. Stelpurnar gerðu jafntefli á móti sterku liði GOS seinnipartinn í gær en í morgun unnu þær sannfærandi 3 - 0 sigur á heimakonunum í Vatnsleysuströnd. Við óskum stelpunum innilega til hamingju með þennan árangur.

Hér að neðan má sjá úrslit úr síðustu tveimur leikjunum.

GA 1.5 - 1.5 GOS

Stefanía Kristín og Kara Líf sigruðu 7/6

Andrea Ýr tapaði 3/2

Lana Sif gerði jafntefli

GA 3 - 0 GVS

Kristín Lind og Kara Líf sigruðu 5/4

Andrea Ýr sigraði 2/0

Stefanía Kristín sigraði 9/7