Kvennastarf GA

Kvennanefnd GA hvetur allar GA konur vanar jafnt sem óvanar til að taka þátt í kvennaspili og kvennamótum sumarsins en fyrsta kvennaspilið verður haldið 30. maí nk. og verður spilað 4ra manna texas (9 holur) sem lýkur svo með súpu og brauði hjá Friðjóni og hans fólki á Jaðar Bistro.
Einnig verður sumarstarfið kynnt ásamt nýrri nefnd og kveðjum nokkrar úr nefndinni og dregið verður svo úr skorkortum frá spilinu.
Stefnt verður á að byrja spilið kl. 17.00 eða þá færu fyrstu holl út og stjórnin raðar saman vön/óvön.

Viljum einnig benda GA konum á facebooksíðuna okkar "Golfgellur Akureyri" og hvetjum ykkur til að skrá ykkur í grúbbuna en þar er hægt að fylgjast með því sem er um að vera.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar 🏌️‍♀️⛳
Með golfkveðju
Kvennanefnd GA