Kvennamót Volare

Flott mót hjá Volare konum, fótabað og dekurnudd að leik loknum

Í dag var haldið kvennamót Volare og voru alls 60 konur sem skráðu sig til leiks. Leikið var við fínar aðstæður, bæði er völlurinn flottur og veðrið var gott. Eftir hringinn var svo boðið uppá fótabað og nudd, og jafnframt var kynning á vörum frá Volare. Keppnisfyrirkomulag mótsins var punktakeppni með forgjöf og voru úrslit eftirfarandi:

 

1. sæti - Indíana Auður Ólafsdóttir, GHD - 38 punktar

2. sæti - Leanne Carol Leggett, GA - 37 punktar (talið til baka)

3. sæti - Árný Lilja Árnadóttir, GSS - 37 punktar (talið til baka)

4. sæti - Björg Traustadóttir, GÓ - 36 punktar

5. sæti - Harpa Gunnur Aðalbjörnsdóttir - 35 punktar

 

Lengsta teighögg á 8. braut - Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA

Næst holu á 4. braut - Árný Lilja Árnadóttir, GSS - 1,40 m

Næst holu á 6. braut - Aðalheiður Guðmundsdóttir, GA - 3,43 m

Næst holu á 11. braut - Indíana Auður Ólafsdóttir, GHD - 27 cm

Næst holu á 14. braut - Árný Lilja Árnadóttir, GSS - 2,46 m

Næst holu á 18. braut - Regína Sigvaldadóttir, GA - 1,21 m

 

Að lokum voru fimm happdrættisvinningar dregnir út, og þær heppnu voru:

Jónína Ketilsdóttir, GA

Halldóra Garðarsdóttir, GLF

Jónasína Arnbjörnsdóttir, GA

Jóhanna Guðjónsdóttir, GH

Dagbjört Rós Hermundsdóttir, GSS

 

Við viljum óska öllum sigurvegurum til hamingju með árangurinn og einnig þakka öllum þeim sem tóku þátt.

Ennfremur viljum við þakka þeim Eydísi og Bylgju frá Volare fyrir stuðninginn.