Kvennamót Forever - úrslit

Opna Kvennamót Forever fór fram í dag í heldur betur glæsilegu veðri. Við fengum flotta þátttöku þar sem 44 konur voru skráðar til leiks og stóðu þær sig allar þvílíkt vel. Forever bauð uppá geggjaða vinninga og var því til mikils að vinna hjá stelpunum.

Það voru hreinlega fullkomnar aðstæður fyrir golf og hér að neðan má sjá þær sem unnu til verðlauna:

Nándarverðlaun:

4. Hola - Einrún 11.14m

8. Hola - Ragnhildur 3.79m

11. Hola - Andrea 3.38m

14. Hola - Margrét Lofts 3.28m

18. Hola - Halla Sif 2.47m

Lengsta Drive á 6. braut - Stefanía Kristín

Höggleikur

Andrea Ýr Ásmundsdóttir - 76 högg

Punktakeppni

1. Eva Björk Halldórsdóttir - 41 punktur

2. Linda Hrönn Benediktsdóttir - 36 punktar (betri á seinni 9)

3. Dagný Finnsdóttir - 36 punktar (betri á síðustu 3)

4. Þórunn Anna Haraldsdóttir - 36 punktar (betri á seinni 9)

5. Ragnhildur Jónsdóttir - 36 punktar (betri á seinni 9)

6. Marsibil Sigurðardóttir - 36 punktar

Einnig var dregið úr skorkortum.

Við viljum þakka öllum stelpunum fyrir þátttökuna í þessu geggjaða móti!