Kvennagolf - mánudagur 10. júní

Við gefum GA konum orðið:

Þá er komið að fyrsta kvennaspilinu í sumar. Mæting kl. 16:45, hefjum leik kl. 17:00. Verð kr. 1.000 kr., greiðist á staðnum (ekki posi). Dregið úr skorkortum í lokin. Við spilum Texas scramble, 9 holur og mun nefndin raða í holl; vön og óvön saman eftir því sem hægt er. Texas er skemmtilegt fyrirkomulag og fyrir þær sem eru að byrja í golfinu er það sérstaklega hentugt.

Hvernig er Texas Scramble spilað? Í Texas Scramble leika tveir leikmenn saman í liði. Leikurinn fer þannig fram að báðir leikmenn slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Því næst slá báðir frá þeim stað og velja svo aftur betra höggið. Þannig gengur leikurinn þar til einn bolti er kominn í holuna.

Við bendum áhugasömum konum síðan á hópinn: Golfgellur Akureyri þar sem frekari upplýsingar koma inn um flotta starfið sem er unnið hjá GA konum.