Kvennagolf á mánudaginn

Þá er komið að öðru kvennaspilinu í sumar! Mæting er kl. 16:45, og hefjast leikar kl. 17:00. Verðið er kr. 1.000 kr., sem greiðist á staðnum (ekki posi).

Dregið verður úr skorkortum eftir hringinn. Stelpurnar spila greensome, 9 holur og mun nefndin raða í holl; vön og óvön saman eftir því sem hægt er.

Greensome er skemmtilegt fyrirkomulag og fyrir þær sem eru að byrja í golfinu er það sérstaklega hentugt. 


Hvernig er Greensome spilað? Tveir leikmenn leika saman í greensome. Báðir slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Eftir það er slegið til skiptist, sá sem átti teighöggið sem var ekki valið slær þá annað höggið og svo koll af kolli þangað til leikmenn klára holuna. 

 

Hvetjum alla kvenkylfinga til að koma og taka þátt í þessu skemmtilega spili með öðrum konum úr klúbbnum.