Kristján Benedikt Sveinsson í 3. sæti á GSÍ móti unglinga

Kristján Benedikt Sveinsson úr GA varð þriðji á 147 höggum í strákaflokki

Kristján Benedikt Sveinsson úr GA varð þriðji á 147 höggum í strákaflokki á öðru stigamóti unglinga sem haldið var á Hellishólum nú um helgina. Henning Darri Þórðarson úr GK sigraði á 144 höggum, Atli Már Grétarsson úr GK varð annar á 146 höggum.

Þetta er annað mótið í GSÍ mótaröð unglinga, 5 GA unglingar voru þátttakendur í mótinu.