Krakkarnir halda áfram að standa sig í Íslandsmótum Golfklúbba

Stelpurnar eru að leika glæsilegt golf
Stelpurnar eru að leika glæsilegt golf

Eins og kom fram í fyrri frétt eigum við í GA fulltrúa sem keppa fyrir sunnan og vestan á Íslandsmóti Golfklúbba. Tvær drengjasveitir og ein stúlknasveit leika á Akranesi í flokki 15 ára og yngri á meðan við eigum eina drengjasveit í flokki 18 ára og yngri sem spilar á Hellu. Næst síðasti dagur mótsins er í dag en við skulum renna yfir hvernig sveitunum hefur gengið hingað til.

15 ára og yngri - Hér má fylgjast með 

Stelpurnar spiluðu fyrsta leik sinn í gær föstudag gegn A sveit GKG og gekk það hrikalega vel. Birna og Kara sigruðu sinn fjórmenningsleik örugglega 6/5 og á sama tíma sigraði Lana Sif sinn leik 7/5. Þetta tryggði þeim sigur í fyrsta leik og spila þær sinn annan leik fyrripartinn í dag sem er uppá að komast í úrslitaleikinn.

Sveit GA-B/GH spilaði einnig sinn fyrsta leik í gær þar sem þeir fóru auðvelt með Golfklúbb Skagafjarðar og sigruðu 3-0. Magnús Máni og Fannar Ingi unnu sína leiki 4/2, Ólafur Kristinn vann sinn leik 2/0 og Valur Snær sigraði sinn leik 7/6. Strákarnir eru einnig búnir með sinn leik sem var núna í morgun og þar sigruðu þeir sveir GR-Grafarholt 2-1. Fannar og Magnús unni fjórmenninginn og Valur vann sinn tvímenning á meðan Ólafi tókst ekki að sigra sinn en flottir sigrar hjá strákunum. Þeir munu þá spila um 8. sætið seinna í dag.

Sveit GA-A eru að spila hrikalega flott golf og sigruðu þeir sinn annan leik í gær 2-1. Fjórmenningurinn tapaðist á 16. holu hjá Kristófer og Ragnari en Veigar og Skúli halda áfram að spila glæsilegt golf og unnu þeir báðir sína leiki nokkuð örugglega. Þessi sveit er í þessum töluðu orðum að spila hreinan úrslitaleik við GKG uppá að komast í úrslitaleikinn.

18 ára og yngri - Hér má fylgjast með

Piltasveit GA í flokki 18 ára og yngri lutu í lægra haldi fyrir A sveit GR í gær og komast því ekki í úrslitaleikinn. Þar tókst Mikael og Óskari að sigra fjórmenninginn en Lárus og Starkaður töpuðu báðir sínum tvímenningsleikjum sem gerði útslagið. Strákarnir spila því um þriðja sætið í dag á móti sveit Golfklúbb Keilis.