Kótilettuhádegi á morgun 24. apríl

Í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 24. apríl, verður Jón Vídalín með kótilettur upp í Golfskála á Jaðri.

Kótiletturnar hafa heldur betur slegið í gegn og hvetjum við fólk til að fjölmenna og fá alvöru kótilettuhlaðborð hjá Jóni.

Maturinn byrjar 11:30 og hvetjum við sem flesta til að koma.