Kótilettudagurinn frestast um viku

Vegna Global Junior Golf mótsins sem við á Jaðri höldum næstu daga verður því miður að fresta kótilettuhádeginu sem átti að vera á morgun (miðvikudaginn 27.júlí).

Vertinn ætlar hins vegar að mæta tvíefldur með letturnar næsta miðvikudag og hvetjum við alla til að fjölmenna upp á Jaðar í hádeginu, miðvikudaginn 3. ágúst og gæða sér að bestu kótilettum landsins!