Klúbbmeðlimur fór holu í höggi

Vigfús Ingi Hauksson náði því frábæra afreki að fara holu í höggi, í annað sinn. Höggið átti sér stað 31. ágúst síðast liðinn á Silfurnesvelli á Hornafirði. Höggið var gott, en notast var við 56° fleygjárn. Kúlan lenti ca. 40cm frá, fékk eitt hopp og rann svo í holu. Lengdin mældist 86 metrar en þetta var á 5. braut. Viðstaddir voru Islantilla félagar , Hallur , Gunnar, Edda og Eysteinn. 
Áður hafði hann farið holu í höggi á 4. braut á Jaðarsvelli.

Golfklúbbur Akureyrar óskar Vígfúsi Inga til hamingju með þetta afrek.