Klappir opnuðu við glæsilega athöfn síðastliðinn föstudag

Mynd/stebbi@golf.is
Mynd/stebbi@golf.is

Síðastliðinn föstudag opnuðum við hjá GA nýja, stórglæsilega æfingasvæðið okkar, Klappir, við flotta athöfn. 

Fjölmenni mætti og fylgdist með opnuninni og var það heiðursfélagi okkar og sex faldur Íslandsmeistari, Björgvin Þorsteinsson, sem sló fyrsta höggið og var það strikbeint eins og við var að búast hjá þeim heiðursmanni. 

Sigmundur Einar Ófeigsson, formaður GA, hélt ræði og þakkaði þeim sjálfboðaliðum sem komu að verkinu kærlega fyrir og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem hjálpuðu okkur við byggingu Klappa. 

Það er von okkar hjá GA að þessi fyrsta flokks æfingaaðstæða eigi eftir að nýtast kylfingum okkar í GA vel og einnig þeirra kylfinga sem eru í kringum Akureyri. 

Klappir eru ríflega 1000 fermetrar að stærð með 28 básum á tveimur hæðum ásamt tveimur kennslubásum. Í kjallaranum eru geymslur fyrir golfbíla félagsmanna og klúbbsins ásamt geymsluskápum fyrir golfsett og kerrur. Nánar um æfingasvæðið hér.

Við viljum enn og aftur þakka öllum þeim sem lögðu okkur hönd við byggingu Klappa, án ykkar hefðum við ekki geta gert þetta.