Klappir opna!

Það hefur varla farið framhjá neinum kylfing í GA að veðurfar hefur verið með besta móti undanfarna daga og höfum við því ákveðið að opna Klappir, æfingasvæði GA í dag. 

Opnunartími verður frá 8-20 alla daga og mun vera þjónusta í golfskálanum á Jaðri frá 8-16 á virkum dögum þar sem félagar geta verslað sér boltakort eða token í boltavélina. 

Við minnum á að þeir GA félagar sem greiddu árgjald sitt að fullu fyrir 15. mars eiga inni paráfyllingu á boltakortið sitt og verður hægt að fá þá áfyllingu frá og með mánudeginum 15. apríl.

Við biðjum kylfinga að ganga vel um æfingasvæðið og njóta þess að horfa á sitt fallega boltaflug í æðislegu veðri :)