Klappir, æfingasvæði GA, opna á fimmtudag

Á fimmtudaginn næsta, 25. mars, munum við opna Klappir, æfingasvæðið okkar. 

Opið verður á skrifstofu GA upp á Jaðri milli 9-16 virka daga og getur fólk verslað inneign inn á solo kortin sín á þeim tíma, þá minnum við á að hægt er að versla bolta með korti í sjálfsala á Klöppum. 

Við erum gríðarlega ánægð með að geta opnað svæðið fyrir ykkur núna í mars og hlökkum mikið til sumarsins með ykkur og vonum að þið nýtið þennan tíma vel til að koma sveiflunni í gang fyrir sumarið sem verður frábært.