Klappir, æfingasvæði GA, opna 4.maí

Þá er komi að því sem margir kylfingar í GA hafa beðið spenntir eftir undanfarnar vikur en við ætlum að opna Klappir, æfingasvæðið okkar, þann 4.maí í hádeginu eða klukkan 12:00. 

Þar sem ennþá eru vissar reglur sem þarf að fara eftir vegna Covid-19 viljum við að allir þeir kylfingar sem ætla að nýta sér aðstöðuna á Klöppum kynni sér þær reglur sem því fylgja. 

Mikilvægt er að þvo hendur með sápu og síðan sótthreinsa hendur bæði fyrir og eftir æfingu.

  • Kylfingar eiga að nota blauttuskur sem eru við boltavélina til að strjúka af boltakörfu, bæði fyrir og eftir notkun.
  • Þurrka skal af hnöppum á boltavél með blauttuskunum áður en boltar eru verslaðir og notaðir.
  • Að hámarki mega vera 24 kylfingar við æfingu á Klöppum, 12 inni og 12 á efri hæð upp á þaki. Aðeins einn kylfingur má vera í hverjum bás.
  • Allir golfboltar eru sótthreinsaðir í sérstakri þvottastöð á milli notkunar.
  • Starfsmenn GA munu opna hurðir á básunum á morgnanna og loka á kvöldin.
  • Tryggjum og virðum tveggja metra regluna. 

Þá biðjum við einnig alla þá kylfinga sem koma upp á Jaðar, hvort sem það sé til að nota Klappir eða púttflatir að virða tveggja metra regluna og fara eftir fyrirfram gefnum tilmælum. 

Við höldum áfram að sótthreinsa alla snertifleti á Klöppum og í Golfskálanum. Starfsfólk GA mun gera sitt besta við að halda svæðinu hreinu við þessar sérkennilegu aðstæður.

Ef þú finnur fyrir flensueinkennum eða hefur verið í samneyti við Covid-19 sýktan aðila síðustu 14. daga þá bendum við á tilmæli sóttvarnalæknis um sóttkví.

Covid-19 kallar á samstöðu og ábyrgð okkar allra.