Keppnisferð GA í Portúgal 7-17 febrúar

Nú á dögunum fóru fjórir krakkar frá GA til Portúgal ásamt Heiðari Davíð og tóku þátt í tveimur 54 holu mótum á vegum Global Junior Golf. Þetta voru þau Lárus Ingi, Andrea Ýr, Skúli Gunnar og Veigar ásamt Amöndu Guðrúnu úr GHD.

Fyrra mótið var sem spilað var í var The Portugese Intercollegiate Open en þar var spilað í flokki 21 árs og yngri og voru úrslit hjá okkar krökkum sem hér segir:
Lárus Ingi 36-38.sæti 80-82-80
Skúli 56-57.sæti 84-84-91
Veigar 63.sæti 95-86-90
Amanda 4.sæti 79-77-83
Andrea 10-12.sæti 82-87-85

Seinna mótið var Atlantic Youth Trophy og þar bættist við 14 ára og yngri flokkur og voru úrslit hjá okkar krökkum sem hér segir:
Lárus 14-15.sæti 77-74-77
Andrea 5.sæti 79-77-81
Amanda 7.sæti 78-83-81
Skúli 1.sæti 80-78-76
Veigar 2.sæti 77-79-79 

Ferðin gekk vel og stóðu krakkarnir okkar sig svo sannarlega með prýði og voru klúbbnum til sóma. 

Hér má síðan sjá pistill þjálfara úr ferðinni.
Hér má sjá myndir frá ferðinni.