Keisarinn mætir norður!

Biggi kylfusmiður er á leið norður í enn eitt skiptið og verður með kylfumælingar 30-31 ágúst.

Biggi hefur komið reglulega norður til okkar undanfarin ár og er iðulega uppselt í mælingar til hans þannig við hvetjum áhugsama að hafa samband sem fyrst til að bóka mælingar en það er gert með því að senda tölvupóst á jonheidar@gagolf.is

Biggi mætir m.a. með nýju Titleist T-Series járnir sem eru vinsæl í dag sem og allt Það nýjasta frá Titleist og Ping!

Hægt er að bóka fulla mælingu (1klst) á 18.500kr eða hálfa mælingu fyrir annaðhvort járn eða trékylfur (30mín) á 10.900kr.

Nýtum tækifærið og látum þann besta í bransanum mæla okkur fyrir glænýjum kylfum.