Karlasveit GA vann 3. deild í Sveitakeppni GSÍ

Karlasveitin sneri við blaðinu eftir að hafa fallið síðastliðin tvö ár, með því að sigra 3. deildina. Leikið var á Grænanesvelli, Golfklúbb Norðfjarðar, og voru leiknir 5 hringir. Fyrstu 3 hringina keppti sveit GA við sveitir frá Golfklúbb Hveragerðis, Golfklúbbinn Mostra og Golfklúbb Grindavíkur, og komst áfram í undanúrslit nokkuð örugglega. Þar mætti sveitin Golklúbb Vestarr frá Grundarfirði og vann hana af öryggi, eða 3 vinningar gegn 0 vinningum. Í úrslitum mætti sveitin Golfklúbb Grindavíkur, sem hafði áður unnið GA í riðlakeppninni, en okkar menn náðu fram hefndum í lokaeinvíginu og stóðu því uppi sem sigurvegarar í 3. deild sveitkeppni GSÍ 2013. Með sigrinum fer Golfklúbbur upp í 2. deild að ári, og þar kemur ekkert annað til greina en að fara upp um aðra deild og spila við þá bestu sumarið 2015.

Sveit GA var skipuð eftirfarandi leikmönnum:

Birgir Haraldsson

Jason James Wright

Samúel Gunnarsson

Tumi Hrafn Kúld

Ævarr Freyr Birgisson

Örvar Samúelsson

Brian Højgaard Jensen - liðsstjóri

 

Golfklúbbur Akureyrar óskar þeim til hamingju með titilinn.