Kakóskúrinn á Arctic Open

Golfklúbbur Akureyrar óskar eftir sjálfboðaliðum til að standa vaktina í kakóskúrnum á Arctic Open í ár, fimmtudag og föstudag.

Vaskir sjálfboðaliðar GA (Fjósakallarnir) unnu hörðum höndum í vetur að innrétta bar í salernisskúrnum á 14. holu og hlökkum við mikið til að bjóða upp á kakó, stroh og soðið brauð úr skúrnum í ár.

Eins og undanfarin ár vantar okkur sjálfboðaliða til að aðstoða okkur við þetta á fimmtudeginum frá 15:00-02:00 og á föstudeginum frá 14:00-01:00. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband á skrifstofa@gagolf.is eða í síma 462-2976. Hér að neðan má sjá þær vaktir sem um ræðir. 

Fimmtudagur Föstudagur
15:00-18:00 14:00-17:00
18:00-21:00 17:00-20:00
21:00-23:30 20:00-22:30
23:30-02:00 22:30-01:00