Júlíus Þór Íslandsmeistari í 2. flokk karla á 35+

Vel var tekið á móti Júlla þegar hann mætti á teig á Jaðri í gær
Vel var tekið á móti Júlla þegar hann mætti á teig á Jaðri í gær
Júlíus Þór Tryggvason úr GA sigraði í 2. flokki karla.
Júlíus Þór Tryggvason úr GA var bestur eftir 1. dag lék á 71 höggi eða á pari vallarins, á öðrum degi spilaði hann á 91 höggi og var þá  kominn í 2. sæti í 2. flokki karla. Spilaði síðan á 88 höggum síðasta daginn og sigraði sinn flokk með 1 höggi og er því Íslandsmeistari í 2. flokki karla á samtals 250 höggum.
'Oskum við honum innilega til hamingju með sigurinn.
Íslandsmót 35 ára og eldri sem haldið var á Kiðjabergs- og Öndverðarnesvelli lauk í gær. Karlaflokkarnir léku á Kiðjabergsvelli og konurnar á Öndverðarnesi.
Þórdís Geirsdóttir sigraði í 1. flokki kvenna á 228 höggum og Tryggvi Valtýr Traustason sigraði í 1. flokki karla á 221 höggi.
Öll úrslit á www.golf.is