Jón Heiðar Sigurðsson ráðinn til GA

Jón Heiðar Sigurðsson var á dögunum ráðinn í starf skrifstofustjóra hjá GA. Jón er félögum GA vel kunnugur en hann hefur undanfarin ár verið öflugur starfsmaður á skrifstofu GA og unnið mikið við mótahaldið. Jón Heiðar mun hafa yfirumsjón með skrifstofu og golfbúð ásamt öflugri aðkomu að mótahaldi GA.

Stjórn og framkvæmdastjóri GA binda miklar vonir við ráðningu Jóns og hlakka til áframhaldandi samstarfs. Þetta er stór liður í að gera starf GA enn betra og horfum við bjartsýn á framhaldið.

Jón Heiðar mun hefja störf í byrjun ágúst, fram að því mun hann vera okkur innan handar við mótahald.

Bjóðum við Jón Heiðar hjartanlega velkominn.