Jólapúttmót - Úrslit

Margir tóku þátt í jólapúttmóti GA

Úrslit voru eftirfarandi:

Þórir V Þórisson var með 28 pútt í 1. sæti hann var með 8 ása og vann því ásaverðlaunin líka

í 2. sæti var Stefán Einar Sigmundsson með 29 pútt og 7 ása, Tumi Hrafn Kúld var einnig með 7 ása og fengu þeir sérstök verðlaun fyrir það. Jöfn í 3. - 6. sæti voru Anton Ingi Þorsteinsson, Lárus Ingi Antonsson, Tumi Hrafn Kúld og Jónasína Arnbjörnsdóttir öll með 31 pútt.

Keppendum þökkum við þátttökuna í þessu jólamóti, næsta mót verður sunnudaginn 30 desember, "Áramótamót"