Jólabingó GA

Nú hefur skemmtinefnd GA ákveðið að efna til jólabingókvölds á Jaðri þann 13. desember! 

Vídalín veitingar verða með jóladrykki á dælu og aðra í gleri, bingógleði verður við völd og skemmtilegt kvöld í vændum. Ýmis verðlaun verða í boði og verða spilaðir nokkrir bingóleikir. 

Þetta er einn liður í því að efla félagsandann í GA og hvetjum við því kylfinga til að fjölmenna og grípa vini sína með og reynum að fá sem flesta til að koma á skemmtilegt bingókvöld.

Herlegheitin hefjast kl.21:00 og er spjaldið á 500 krónur, hægt að kaupa 5stk á 2.000 krónur.

Bingóið er opið GA félögum og öðrum sérlegum áhugamönnum um Bingó!