Jólabingó GA gekk vel

Í gærkvöldi var Jólabingó GA haldið á Jaðri við mikla lukku.

Rétt um 30 galvaskir Bingóáhugamenn mættu og nutu þess að spila bingó í góðra vina hópi. 

Var þetta liður að því að auka félagsandann hjá GA og munum við stefna á að halda annað bingó á næsta ári áður en sumarið gengur í garð.

Við minnum síðan á jólahlaðborð GA sem er annaðkvöld hjá Vídalín veitingum upp á Jaðri og hvetjum fólk til að mæta þangað, ennþá er hægt að panta miða á jonheidar@gagolf.is