Janúarmót Höldur x Skógarböðin hafið

Fyrsta vetrarmótinu er lokið en efstu þrjú sætin fá verðlaun í því móti. Hægt er að nálgast verðlaunin á skrifstofu GA frá og með miðvikudeginum 7. janúar.

Þá er búið að setja upp janúarmótið og er það einstaklingsmót þennan mánuðinn og hvetjum við sem flesta til að taka þátt. Keppt er bæði í höggleik með forgjöf og höggleik án forgjafar og veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin með forgjöf og efstu tvö sætin án forgjafar. Kylfingar geta tekið þátt eins oft og þeir vilja í mótinu og telur besta skorið hjá hverjum og einum. Athugið að til að vera löglegur í mótinu þarf að vera með Trackman forgjöf og hafa spilað amk tvo hringi til að gera hana virka. 

Ekkert kostar í mótið en það eina sem kylfingar þurfa að gera er að bóka sér tíma í golfhermum GA til að taka þátt. 

Völlurinn sem spilaður er í Janúar heitir Silverleaf Club og er í Arizona í Bandaríkjunum. 

Hér má sjá efstu þrjú sætin úr desembermótinu:
1.sæti: Ágúst Már / Steini2001 -7
2.sæti: Ævar Guð. / Patrekur Máni -7
3.sæti: Einar Már H / Jónki