Jafntefli í fyrsta leik hjá karlasveit GA

Tumi var með sigur í fyrsta leik, mætir Agli Ragnari GKG í leik 2
Tumi var með sigur í fyrsta leik, mætir Agli Ragnari GKG í leik 2

Okkar strákar í GA mættu GM í fyrsta leik í riðlinum nú í morgun en spilað var á Leirdalsvelli.

Leikurinn endaði jafntefli en báðar sveitir fengu 2,5 vinninga.

Liðsuppstilling okkar manna og úrslit voru eftirfarandi:

Víðir Steinar og Eyþór Hrafnar vs. Kristján Þór og Aron Skúli 1/0 sigur okkar manna
Lárus Ingi og Óskar Páll vs. Andri Már og Ingi Þór 0/1 tap okkar manna
Ævarr Freyr vs. Kristófer Karl 0,5/0,5 jafntefli
Tumi Hrafn vs. Sverrir 2/1 sigur hjá Tuma
Örvar vs. Björn Óskar 2/4 tap hjá Örvari

Strákarnir mæta Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í næsta leik sem hefst kl.14:00 en GKG unnu GL 5-0 í fyrsta leik.

Liðsuppstilling okkar manna er eftirfarandi:
Eyþór og Víðir - foursome
Ævarr og Mikael - foursome
Örvar, Lárus og Tumi í singles

Við óskum þeim góðs gengis.