Jaðarsvöllur veturinn 2012 - 2013

18. flöt á Jaðarsvelli
18. flöt á Jaðarsvelli

Jaðarsvöllur fór klakalaus undir snjó

Mikið hefur verið rætt um veðurfar hér á norðurlandi í vetur. Vetur konungur kom óvenju snemma og hefur setið sem fastast fram til dagsins í dag. Mikill snjór kom strax í haust og miklar umhleypingar voru í veðrinu. Urðu menn strax varir um sig og fóru að fylgjast með snjó og klakalögum minnugir ástandi grassvæða eftir veturinn 2011.

Vallarstjóri ásamt vallarnefnd byrjuðu strax að vinna í því að fjarlægja sem mestan snjó af flötum á Jaðarsvelli og gata klaka, skafa og fjarlægja snjó við flatir svo leysingarvatn af flötum ætti greiða leið frá þeim ef hlýnaði en sú hlýnun lét á sér standa, svo ekki var annað í stöðunni en að halda áfram að létta á klakanum og gata í gegnum hann svo að loft kæmist að jarðveginum.

Loks tók upp allan snjó og klaka eftir langa bið. Vallarstjóri tók sýni úr flötum og setti í ræktun eftir nokkra daga kom í ljós að líf var í þessum sýnum og því léttist brúnin á mönnum. Sýnið sem tekið var úr 7 flöt er þó sínu verst og verða gerðar viðeigandi ráðstafanir með þá flöt strax í vor, er það mat manna að hún hafi aldrei náð sér að fullu eftir vetrarskaða 2011.

Menn telja að ástandið verði bara gott og vallarstjóri segir mikið undir því komið að við fáum gott og hlýtt vor og sumarbyrjun til að flýta gróanda í flötum.

Völlurinn, brautir og flatir voru að öllu leiti orðinn klaka laus þegar snjóa tók á nýjan leik, svo engin hætta er á því að kal myndist eftir þetta, of langt er liðið á veturinn.

Þó svo stórhríðin belji allt að utan nú þá er vorið handan við hornið og gott golfsumar framundan.