Jaðarsvöllur opnar um helgina!

Vegna gríðarlega góðs veðurfars undanfarna daga höfum við ákveðið að opna Jaðarsvöll á morgun, laugardag, og sunnudag. 

Holur 1-4 og 7-12 verða opnar og hvetjum við kylfinga til að kíkja á völlinn og spila, mögulega síðustu holur sumarsins ;)

Við vekjum athygli á því að öll notkun bíla og skutlna er bönnuð vegna mikillar bleytu og biðlum við til kylfinga að ganga eins vel um völlinn og hægt er. 

Með þökk,
Starfsfólk GA.