Jaðarsvöllur opnar á morgun

Þá er komið að því sem allir kylfingar hafa beðið eftir!

Á morgun kl.9:00 opnum við Jaðarsvöll! Við munum byrja á því að opna holur 1-12 inn á sumarflatir og fer rástímaskráning fram á golf.is

Við biðjum kylfinga um að ganga vel um völlinn og hlökkum til að sjá sem flesta á Jaðarsvelli.