Jaðarsvöllur opnaður

Jaðarsvöllur opnaði í dag, völlurinn kemur vel undan vetri og er mikill spenningur í meðlimum GA að komast út á völl í golf. Spilaðar eru fyrri 9 holurnar að 5. og 6. undanskildum og svo holur 10-12. Opið er inn á sumarflatir og biðjum við kylfinga að ganga vel um völlinn. Hvetjum við einnig kylfinga til að vera duglegir við lagfæringu á bolta og kylfuförum og sýna aðgát á golfbílum.

Með kveðju Steindór