Jaðarsvöllur lokaður í dag og á morgun

Enn er snjór yfir vellinum og litlar líkur á að hann sé að fara í dag 

Völlurinn er því lokaður í dag og á morgun eins og staðan er í dag  

Boðsmóti Eimskip hefur verið frestað til föstudagsins 28. september

Ennfremur hefur verið tekin ákvörðun um að fresta Bændaglímu og Firmakeppni

Bændaglíma dagsetning auglýst síðar

Bændurnir okkar þetta árið eru þeir Haraldur Júlíusson og Viðar Þorsteinsson

Firmakeppnin verður sunnudaginn 23. september

Vonum svo að við fáum fallegt, langt og gott golfhaust á eftir þessum „vetri“ sem skall á okkur