Jaðarsvöllur lokaður

Gríðarlega vel var tekið í opnun Jaðarsvallar um liðna helgi og lögðu fjölmargir GA félagar leið sína upp á völl og spiluðu.

Í dag hefur verið úrhelli og því höfum við ákveðið að loka vellinum en munum að sjálfsögðu auglýsa ef hann verður opnaður aftur. Biðjum við fólk því um að fylgjast vel með á heimasíðu og facebook síðu klúbbsins ef önnur opnun dettur inn. 

Minnum fólk á að Golfhöllin er opin öllum félagsmönnum og að bókanir í hermi fara fram hér.

Einnig er hægt að hafa samband við jonheidar@gagolf.is ef óskað er eftir föstum tíma í hermana í vetur.

Starfsfólk GA.