Jaðarsvöllur lokaður

Nú höfum við ákveðið að loka vellinum vegna slæms tíðarfars undanfarna daga og vikur. Mikil bleyta er á vellinum og hefur verið að frysta og snjóa til skiptis síðustu daga. 

Við munum auglýsa ef tíðarfar batnar og við ákveðum að opna völlinn aftur. Mögulega þá 9 holur á vetrargrínum, þannig endilega fylgist með á heimasíðunni og facebook síðu GA. 

Við minnum á að enn er 20% afsláttur í golfbúð og af Trackman kortum og er golfskálinn opinn 8-16 alla virka daga.

Kveðja, 
Starfsfólk GA