Jaðarsvöllur er opinn á fyrri 9 holum

Opið er inn á vetrarflatir á fyrri 9 holum.

Eftir hretið sem við fengum í lok september hefur verið bara ágætis golfveður og völlurinn verið meira og minna opinn en nú er mál að linni og hefur verið ákveðið að loka suðurvellinum alveg og taka út af flötum og teigum á norðurvelli. Settar hafa verið holur utan flata og teigmerki verið sett út og merkt þar sem ætlast er til að sé slegið – í flestum tilfellum er tekið út af teigum eða merki sett alveg fremst eða aftast og eru kylfingar vinsamlegast beðnir um að virða þær merkingar.

Öll umgengni verður að vera til fyrirmyndar þar sem jarðvegurinn er blautur og viðkvæmur.Þegar líður á nóvember munum við fara að huga að því að opna Golfbæ.Í byrjun Nóvember fáum við svo tíma í Boganum og munum við auglýsa það síðar.

Góða skemmtun :)