Jaðarsvelli skipt í tvær ræsingar mánudaginn 1. sept

Frá og með mánudeginum 1. september munum við skipta Jaðarsvelli í tvo 9 holu velli.

Það þarf því að bóka sig sérstaklega bæði á 1. og 10. teig ef kylfingar ætla að spila 18 holur. 

Við vonum að fleiri komist að í golf núna í septembermánuði með þessu fyrirkomulagi þar sem það er farið að rökkva fyrr á kvöldin.

Starfsfólk GA.