Jaðarsvallar getið í upptalningu á 10 fallegum, einstökum og ógleymanlegum golfvöllum

Á vefsíðu golfskólans Paradise Golf Academy í Flórída voru nú í ágúst s.l. settir saman á lista þeir 10 golfvellir sem þykja fallegir, einstakir og ógleymanlegir.

Það er virkilega gaman að sjá að þeir í Flórída, þar sem eru yfir 1250 golfvellir, langflestir í einu ríki í Bandaríkjunum, skuli koma auga á það sem við hér á Íslandi höfum vitað lengi, að Jaðarsvöllur á Akureyri er meðal allra fallegustu, einstökustu  og ógleymanlegustu golfvöllum!

Meðal hinna 9 golfvallanna, sem nefndir eru ásamt Jaðarsvelli eru: Monument golfvöllurinn í Boyne Mountain í Michigan, en þar er sérhver hola á 18 holu golfvellinum nefnd eftir þekktum kylfingi.

Eins er m.a. nefndur golfvöllurinn í Seguin Valley Golf & Country Club, í Ontario, Kanada, en þar er þemað flugvélar og hver hola nefnd eftir ólíkum flugvélategundum.

Til þess að sjá lista Paradise Golf Academy í Flórída yfir fallega, einstaka og ógleymanlega golfvelli

http://www.paradisegolf.net/blogs/index.php/2012/08/10-beautiful-unique-and-unforgettable-golf-courses/

Frétt af www.golf1.is