Jaðar opnar fullmótaður á þriðjudaginn

Næstkomandi þriðjudag munum við opna inn á nýju brautirnar hjá okkur og má þá segja að þeim breytingum sem byrjað var á fyrir allnokkrum árum síðan sé að mesta leyti lokið.  Nú er einungis smávegis frágangur sem og endurbygging nokkurra teiga eftir.

Formleg opnun verður á þriðjudaginn kl. 14 og munu þá fjórar vaskar GA konur á öllum aldri vígja nýju brautirnar okkar og í framhaldi af því verður opnað inn á þær.

Það eru að sjálfsögðu allir velkomnir og vonandi láta sem flestir sjá sig á þessum merku tímamótum.  Nú þegar opnað verður inn á þessar tvær nýju  brautir þá hafa allar flatir vallarins  verið endurbyggðar.  Nýju brautirnar eru einstaklega vel heppnaðar brautir og bæta völlinn umtalsvert.