Jaðar lokaður í dag - 23 nóv

Það verður því miður ekki hægt að opna Jaðar í dag þar sem það er komið talsvert frost í jarðveginn og flatir hélaðar.

Frostið er orðið það mikið að litlar líkur eru á því að það fari fljótlega og því ekki ráðlagt að hafa opið.

Ef það fer svo hlýnandi aftur næstu daga þá munum við að sjálfsögðu opna aftur.