Jaðar lokaður

Golfvöllurinn á Jaðri verður lokaður í dag.  Síðustu tveir dagar hafa verið ansi kaldir og miðað við spár þá er veturinn að detta í garð og því alls óvíst hvort hægt verði að hafa Jaðar opinn lengur.

Við munum þó að sjálfsögðu opna völlinn ef veður leyfir og verður það auglýst hér á síðunni.

Golfhöllin opnar formlega þann 1. nóvember.