Jaðar kemur mjög vel undan vetri

Jaðar kemur vel undan vetri
Jaðar kemur vel undan vetri

Nú er vorið svo sannarlega farið að láta sjá sig og einmuna blíða verið hér á Akureyri undanfarna daga.

Það er óhætt að segja að Jaðar kemur mjög vel undan vetri.  Þær aðgerðir sem farið var í í vetur hafa greinilega skilað mjög góðum árangri og líta flatir vallarins virkilega vel út.  Það er einungis á flötum sjö og átján sem sér aðeins á en við höfum mikla trú á því að þær komi fljótt og vel til.

Búið er að bera á flatir vallarins og eru þær farnar að taka við sér.

Við munum að sjálfsögðu gera allt sem hægt er til að opna völlinn sem fyrst og ef veðrið verður gott næstu daga tekst það vonandi fljótlega í maí.