Jaðar allt árið

Eins og eflaust margir hafa heyrt er fyrirhuguð uppbygging á inniaðstöðu okkar GA manna að Jaðri með nýrri viðbyggingu. Við höfum unnið að þessari tillögu í þó nokkurn tíma og kynntum áætlanir okkar fyrir starfshópi Akureyrarbæjar sem fór fyrir skýrslu um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja Akureyrarbæjar næstu 15 árin. 

Það er okkar von hjá GA að þessi viðbygging muni auka við það fjölbreytta starf sem við bjóðum uppá og gera aðstöðu okkar enn betri. Með því að færa alla aðstöðu á einn stað teljum við að við myndum standa framar í allri okkar starfsemi.

Nánar verður fjallað um viðbygginguna á aðalfundi GA sem er í kvöld kl.20:00.

Hér má sjá kynningu okkar sem ber vinnuheitið Jaðar allt árið.