Íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 2010

Örvar Samúelsson fulltrúi GA.

Íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 2010 var útnefndur síðastliðið miðvikudagskvöld í Ketilhúsinu. Við sama tækifæri var skrifað undir samninga við unga og efnilega íþróttamenn og nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir langt og óþreytandi starf í þágu íþróttahreyfingarinnar á Akureyri.

Aðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar tilnefna íþróttamenn úr sínum röðum til kjörs Íþróttamanns Akureyrar 15 íþróttamenn frá 15 félögum á Akureyri fengu viðurkenningu og var Örvar Samúelsson okkar fulltrúi þar sem kylfingur GA 2010.

Íþróttamaður Akureyrar fyrir árið 2010 var Bryndís Rún Hansen, sundkona í Sundfélaginu Óðni.