Íþróttamaður Akureyrar 2017

Íþróttabandalag Akureyrar og Frístundaráð Akureyrar bjóða bæjarbúum til athafnar í Hofi miðvikudaginn 24. janúar þar sem lýst verður kjöri íþróttamanns Akureyrar. 

Íþróttafólk ársins hjá aðildafélögum ÍBA verður heiðrað. Forsvarsmenn íþróttafélaga fá afhenta styrki vegna Íslandsmeistara- og landsliðsfólks og heiðursviðurkenningar Frístundaráðs verða veittar. Samkomunni lýkur með því að lýst verður kjöri Íþróttamanns Akureyrar árið 2017.

Athöfnin er opin öllum. 

Húsið verður opnað kl. 17, athöfnin hefst kl. 17:30. 

Fengið af síðu ÍBA http://www.iba.is/is/um-iba/frettir/ithrottamadur-akureyrar-2017  

 

Golfklúbbur Akureyrar tilnefnir:

Andrea Ýr Ásmundsdóttir

Andrea varð í sumar Íslandsmeistari í holukeppni í flokki 15-16 ára telpna, og Íslandsmeistari með sveit GA í 2. deild kvenna. Andrea var einnig í stúlknalandsliðinu í golfi og spilaði á EM í Finnlandi fyrir Íslands hönd í flokki 18 ára og yngri og var valin af landsliðsþjálfurum GSÍ til að taka þátt í European Young Masters. Hún er einnig í landsliðshóp GSÍ fyrir árið 2018. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Andrea náð ótrúlega góðum árangri og unnið til margra verðlauna.

Jón Gunnar Traustason

Jón Gunnar vann sinn flokk í Meistaramóti GA og varð í sumar Íslandsmeistari eldri kylfinga í flokki 50 ára og eldri. Jón Gunnar spilaði frábært golf í sumar sem skilaði honum sigri á sínum heimavelli. Hann hefur einnig keppt fyrir hönd GA í flokki eldri kylfinga á Íslandsmóti golfklúbba og nú á haustmánuðum tók Jón þátt í móti í Noregi fyrir Íslands hönd með landsliði 50 ára og eldri kylfinga.