Íslandsmótið í holukeppni - Sjálfboðaliðar óskast

Nú styttist óðum í Íslandsmótið í holukeppni sem fram fer hjá okkur hér á Jaðri í næstu viku.  Spilað verður dagana 19 - 21 júní og mæta flestir af bestu kylfingum landsins hingað til okkar.

Til þess að hafa mótið hið glæsilegasta þá þurfum við á ykkar hjálp að halda við umsjón þess til þess.

Þeir félagar sem hafa áhuga á því að aðstoða okkur þessa daga eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Ágúst í síma 857 7009.

Er það von okkar að sem flestir sjá sér fært að mæta og aðstoða okkur við þetta stórskemmtilega mót.

Takk fyrir.