Íslandsmótið í golfi

Ágætu félagar í GA.

Á morgun hefst Íslandsmótið í golfi og er óhætt að fullyrða að hér sé mikil tilhlökkun að fá  bestu kylfinga landsins í heimsókn.

Það eru allir okkar bestu kylfingar skráðir til leiks og er það virkilega ánægjulegt að svo sé.

VIð hvetjum að sjálfsögðu alla GA félaga til að mæta upp á Jaðar og fylgjast með frábæru golfi!

 

Meðan að á móti stendur verður Jaðar lokaður allri umferð.  Völlurinn verður því lokaður frá og með fimmtudeginum 21. júlí til og með sunnudagsins 24. júlí.

 

Við viljum benda ykkar á að á meðan að móti stendur fá allir GA félagar 50% afslátt af öllum golfvöllum landsins gegn framvísun félagsskírteinis.